Oddarannsóknin

oddarannsSumarið 2018 munu fornleifarannsóknir í Odda hefjast af fullum krafti. Segja má að fyrsta skrefið hafi verið stigið umarið 2016 þegar Oddafélagið stóð fyrir því að gera tilraunir með að fara með jarðsjá yfir svæðið heima í Odda. Það var Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem stýrði  því verki. Oddafélagið gerði samning við Fornleifastofnum um að skipuleggja Oddarannsóknina og lauk þeirri vinnu nú sl. haust. Unnið verður eftir þessari áætlun árin 2018-2020. Oddarannsóknin er styrkt af Héraðsnefnd Rangæinga, Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Ráðherra nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamála.