Oddabrú

Nú er unnið að því að frumkvæði sveitarfélagsins Rangárþings ytra að koma á vegtengingu milli Oddavegar nr. 266 og Landeyjavegar nr. Vegagerðin hefur gert frumdrög að framkvæmdinni og unnið er að samningi milli Rangárþings ytra og Vegagerðar um að hrinda verkefninu í framkvæmd. Þessi vegtenging skiptir gríðarlegu máli fyrir almannavarnir og öryggi íbúa vegna hinnar sífelldu flóðahættu sem stafar af tilvist eldstöðvanna í nágrenninu s.s. Kötlu og Eyjafjallajökuls. En brú yfir Þverá við Odda myndi líka skipta sköpum fyrir aðgengi að Oddastað sem með slíkri vegtengingu yrði í einu vetfangi kominn í alfaraleið líkt og var fyrr á tímum þegar þjóðleiðin lá um hlaðið í Odda. Oddafélagið styður því þessa framkvæmd með öllum tiltækum ráðum – og setur hana á oddinn. Vonir standa nú til að þessi áratuga draumsýn margra verði að veruleika í nánustu framtíð.

Hér má sjá myndrænt yfirlit um fyrirhugaðan veg um Oddabrú