Fornleifaskóli unga fólksins

Hliðarverkefni Oddarannsóknarinnar er stofnun Fornleifaskóla unga fólksins í samstarfi við Fornminjastofnun og skólastofnanir í héraði. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir verkefnið en gaman er að segja frá því að stærsti menningarstyrkur uthlutunar sjóðsins í nóvember 2017 rennur til verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að vinna að því að efla menningarstarf barna og ungs fólks á aldrinum 14-25 ára. Fornleifaskóla unga fólksins er ætlað að vekja athygli barna og ungs fólks á menningararfi svæðisins. Um er að ræða einn hluta af vekefninu Oddi á Rangárvöllum – miðstöð menningar á ný. Fornleifaskóli unga fólksins er fyrsta árið hugsaður sem þróunarverkefni í samstarfi við grunnskólana í Rangárþingi ytra og Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Helstu verkþættir árið 2018 eru:

Janúar – Mars: Námsefni þróað og efnistök ákveðin.

Mars – apríl: Námsefnið sett upp og undirbúið á staðnum.

Maí: Undirbúningur fyrir móttöku nemenda og aðföngum safnað.

Júní: Fyrstu nemendur mæta í fornleifaskóla unga fólksins.