Í minningu Páls G. Björnssonar

Á dögunum færði Þórný Þórarinsdóttir Oddafélaginu peningagjöf í minningu Páls G. Björnssonar fyrrum forstjóra Samverks á Hellu og Oddafélaga en hann hefði orðið áttræður nú í haust. Gjöfin er bókuð í fundargerðabók Oddafélagsins á afmælisdag Páls þann 8. október 2016.

Pall_g_bjornsson.jpg

Stjórn Oddafélagsins þakkar þann hlýhug sem gjöfinni fylgir og heitir því að nýta hana til góðra verka með það að markmiði að „Gera Odda að miðstöð menningar á nýjan leik“

Blessuð sé minning Páls G. Björnssonar